Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 22:32 Garret Miller skrifaði á Twitter að hann vildi að Alexandria Ocasio-Cortez yrði tekin af lífi. Samuel Corum/Getty Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. „Takið AOC af lífi,“ skrifaði Miller á Twitter-síðu sína samkvæmt ákærunni. Hann tók sjálfur þátt í óeirðunum og hefur verið ákærður fyrir það að hafa farið inn í þinghúsið í leyfisleysi. Samkvæmt frétt CNN skrifaði Miller einnig að lögreglumaðurinn, sem skaut einn stuðningsmann Donald Trump til bana inni í þinghúsinu, ætti skilið að deyja og að hann myndi ekki lifa lengi því „veiðitímabilið“ væri hafið. Miller var handtekinn á miðvikudag, en hann er sagður hafa verið virkur á samfélagsmiðlum á meðan árásinni stóð,. Sagði hann borgarastyrjöld vera við það að hefjast og að „þeir myndu koma með byssur næst“. Lögmaður Miller sagði hann sjá eftir gjörðun sínum, en hann hafi tekið þátt til að lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. „Hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar og mörg ummæli hans eru einungis misráðnar ýkjur ef maður skoðar þær í réttu samhengi,“ sagði lögmaðurinn og bætti við að það væri algengt miðað við þær pólitísku aðstæður sem nú væru í Bandaríkjunum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54 Biden mættur í Hvíta húsið Joe Biden gekk nú fyrir nokkrum mínútum inn um hliðið og í Hvíta húsið í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Biden gekk síðasta spölinn í stórri skrúðgöngu, sem fram fór að lokinni innsetningarathöfn, ásamt fjölskyldu sinni og er nú mættur í Hvíta húsið. Þetta er þó sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í Hvíta húsið enda var hann varaforseti í tíð Baracks Obama. 20. janúar 2021 21:04 Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
„Takið AOC af lífi,“ skrifaði Miller á Twitter-síðu sína samkvæmt ákærunni. Hann tók sjálfur þátt í óeirðunum og hefur verið ákærður fyrir það að hafa farið inn í þinghúsið í leyfisleysi. Samkvæmt frétt CNN skrifaði Miller einnig að lögreglumaðurinn, sem skaut einn stuðningsmann Donald Trump til bana inni í þinghúsinu, ætti skilið að deyja og að hann myndi ekki lifa lengi því „veiðitímabilið“ væri hafið. Miller var handtekinn á miðvikudag, en hann er sagður hafa verið virkur á samfélagsmiðlum á meðan árásinni stóð,. Sagði hann borgarastyrjöld vera við það að hefjast og að „þeir myndu koma með byssur næst“. Lögmaður Miller sagði hann sjá eftir gjörðun sínum, en hann hafi tekið þátt til að lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. „Hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar og mörg ummæli hans eru einungis misráðnar ýkjur ef maður skoðar þær í réttu samhengi,“ sagði lögmaðurinn og bætti við að það væri algengt miðað við þær pólitísku aðstæður sem nú væru í Bandaríkjunum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54 Biden mættur í Hvíta húsið Joe Biden gekk nú fyrir nokkrum mínútum inn um hliðið og í Hvíta húsið í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Biden gekk síðasta spölinn í stórri skrúðgöngu, sem fram fór að lokinni innsetningarathöfn, ásamt fjölskyldu sinni og er nú mættur í Hvíta húsið. Þetta er þó sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í Hvíta húsið enda var hann varaforseti í tíð Baracks Obama. 20. janúar 2021 21:04 Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54
Biden mættur í Hvíta húsið Joe Biden gekk nú fyrir nokkrum mínútum inn um hliðið og í Hvíta húsið í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Biden gekk síðasta spölinn í stórri skrúðgöngu, sem fram fór að lokinni innsetningarathöfn, ásamt fjölskyldu sinni og er nú mættur í Hvíta húsið. Þetta er þó sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í Hvíta húsið enda var hann varaforseti í tíð Baracks Obama. 20. janúar 2021 21:04
Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31