Erlent

Biden mættur í Hvíta húsið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Joe Biden er mættur ásamt fjölskyldu sinni í Hvíta húsið. E
Joe Biden er mættur ásamt fjölskyldu sinni í Hvíta húsið. E EPA

Joe Biden gekk nú fyrir nokkrum mínútum inn um hliðið og í Hvíta húsið í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Biden gekk síðasta spölinn í stórri skrúðgöngu, sem fram fór að lokinni innsetningarathöfn, ásamt fjölskyldu sinni og er nú mættur í Hvíta húsið. Þetta er þó sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í Hvíta húsið enda var hann varaforseti í tíð Baracks Obama.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er einnig á leiðinni og er í þessum skrifuðu orðum að ganga síðasta spölinn niður Pennsylvania-breiðgötu og að Hvíta húsinu. Það ríkir ekki minni eftirvænting fyrir embættistöku Harris en Biden, en hún er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að gegna embætti varaforseta.

Fljótlega hefst einnig eins konar „rafræn skrúðganga“ sem sjónvarpað verður frá mörgum stöðum víðsvegar um Bandaríkin en athöfnin í dag hefur að mörgu leiti farið fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þá hefur öryggisgæslan í Washington DC verið gríðarleg í ljósi óeirðanna sem þar brutust út fyrir tveimur vikum þegar múgur braut sér leið inn í þinghúsið.

„Það má engan tíma missa þegar kemur að því að takast á við kreppuna sem blasir við okkur. Þess vegna held ég í dag á skrifstofu forseta til að koma mér strax að verki,“ skrifaði forsetinn Joe Biden á Twitter fyrr í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×