Enski boltinn

Enski bikarinn: Öll úrvalsdeildarliðin áfram

Ísak Hallmundarson skrifar
Hinn ungi Oladapo Afolayan kom inn á og skoraði fjórða mark West Ham.
Hinn ungi Oladapo Afolayan kom inn á og skoraði fjórða mark West Ham. getty/Nigel French

Sex leikjum er lokið í ensku bikarkeppninni á Englandi.

Úrvalsdeildarliðin Sheffield United, Brighton og West Ham eru öll komin áfram í 16-liða úrslit, auk Bristol City, Swansea og Barnsley.

Brighton vann Blackpool 2-1, Sheffield vann Plymouth 2-1 og West Ham burstaði Doncaster 4-0.

Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar félagar hans í Millwall töpuðu illa fyrir Bristol City á heimavelli, 0-3. 

Þá vann Swansea 5-1 stórsigur á Nottingham Forest og Barnsley sló topplið B-deildarinnar, Norwich, úr leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.