Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:02 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13