Erlent

Mögu­lega hærri dánar­tíðni meðal þeirra sem smitast af breska af­brigðinu

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Getty/Max Mumby

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins.

Dánartíðnin gæti því verið hærri meðal þeirra sem smitast af umræddu afbrigði.

Vísindamenn hafa farið yfir gögn og skilað fyrstu niðurstöðum til ríkisstjórnar Johnson, en þær eru enn sem komið er á frumstigi. Afbrigðið hefur dreift sér hratt um Evrópu, en það fannst fyrst í Bretlandi og var talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Hingað til hefur þó ekki verið talið að það sé ekki hættulegra. Stærðfræðingar sem fóru yfir gögnin hafa nú reiknað út að dánartíðnin gæti verið allt að þrjátíu prósent hærri.

„Ofan á það að vera meira smitandi virðast vera vísbendingar um að nýja afbrigðið, afbrigðið sem fannst fyrst í London og suðausturhluta landsins, gæti verið tengt fleiri dauðsföllum,“ sagði Johnson og bætti við að afbrigðið væri helsta ástæða þess álags sem nú væri á heilbrigðisstofnunum landsins.

Patrick Vallace, vísindalegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, áréttaði þó að ekki lægi fyrir endanleg niðurstaða í þessum efnum. Enn væri óvissa varðandi afbrigðið en það væri þó áhyggjuefni að fyrstu niðurstöður bentu í þessa átt. 


Tengdar fréttir

Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða

Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.