Enski boltinn

Wolves fær Willian Jose á láni

Ísak Hallmundarson skrifar
Willian Jose er á leið til Wolves.
Willian Jose er á leið til Wolves. getty/Fermin Rodriguez

Wolves er sagt hafa gengið frá því að fá sóknarmanninn Willian Jose á láni frá Real Sociedad út tímabilið.

Úlfarnir gætu síðan keypt leikmanninn í sumar á rúmar 20 milljónir punda. 

Það hefur gengið illa hjá Wolves á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum og situr í 14. sæti deildarinnar. 

Liðinu vantar bráðnauðsynlega sóknarmann þar sem Raúl Jimenez hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli og hinn 18 ára gamli Fabio Silva hefur þurft að byrja sem fremsti maður undanfarnar vikur.

Willian Jose hefur skorað 62 mörk í 170 leikjum fyrir Real Sociedad í öllum keppnum og gæti verið lausnin á vandamáli Úlfanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.