Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2021 11:37 Þórólfur og aðrir Íslendingar hafa tilefni til að brosa í dag en ekkert smit greindist innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt. Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira