Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að mæta á innsetningarathöfn Joes Biden og flaug þess í stað til Flórída.Getty/Pete Marovich
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings fara þess nú á leit við Demókrata að þeir fresti réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta, í öldungadeildinni fram í febrúar. Þetta skuli gert svo Trump fái færi á að undirbúa varnir í málinu.
Trump var ákærður í fulltrúadeildinni á dögunum fyrir aðkomu sína að árásinni á þinghúsið í höfuðborginni Washington þann 6. janúar þar sem fimm létu lífið.
Næsta skref er að taka ákæruna fyrir í öldungadeildinni. Þar gæti hann verið sakfelldur en einnig er inni í myndinni að svipta hann leyfi til að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis.
BBC segir frá því að Demókratar í fulltrúadeildinni séu nú sagðir reiðubúnir að formlega afhenda öldungadeildinni ákæruna.
Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta á miðvikudaginn. Hann sleppti að mæta á innsetningarathöfn Joes Biden og flaug þess í stað til Flórída.
Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður til embættismissis í tvígang. Komandi réttarhöld í öldungadeildinni verða sömuleiðis þau einu sinnar tegundar í sögunni, sem fram fara eftir að forseti Bandaríkjanna hefur látið af embætti.
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot.
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.