Samningur Hollendingsins við félagið rennur út í sumar en Liverpool hefur boðið honum nýjan samning. Félagið og forráðamenn Liverpool hafa þó ekki komist að samkomulagi um nýjan samning þrátt fyrir sjö mánaða viðræður.
Fabrizio greinir frá því að síðasta boð Liverpool til Hollendingsins hafi verið í desember og hann hafi enn ekki játað því. Hann ku vilja vera einn af launahæstu leikmönnum félagsins er núverandi samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vilji halda honum áfram hjá félaginu en er ekki talið vilja mæta launakröfum hans um að verða einn af þeim launahæstu. Wijnaldum er 31 árs, verður 32 ára í nóvember, en Barcelona er sagt vera reiðubúið að bjóða honum myndarlegan samning.
Wijnaldum hefur verið í herbúðum Liverpool frá árinu 2016. Hann hefur orðið enskur meistari með félaginu sem og unnið Meistaradeildina. Hann kom til félagsins frá Newcastle en þar áður lék hann með PSV og Feyenoord í heimalandinu.
There’s still no agreement between Wijnaldum and Liverpool to extend the contract. Last bid was made in early December, Gini has not accepted yet.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2021
It’s getting complicated after 7 months of negotiations... Liverpool are still waiting for the definitive answer. 🔴 #lfc https://t.co/NHJi6rGAYe