Erlent

Minnst þrír látnir í sprengingu í Madríd

Samúel Karl Ólason skrifar
Miklar skemmdir urðu á húsinu þar sem sprengingin varð.
Miklar skemmdir urðu á húsinu þar sem sprengingin varð. Getty/Burak Akbulut

Mikil sprenging átti sér stað í Madríd á Spáni í dag og eru minnst þrír látnir. Útlit er fyrir að sprenginin hafi orðið vegna gasleka.

Minnst fjórar hæðir fjölbýlishúss í Calle Toledo í Madríd skemmtust verulega í sprengingunni. El País segir minnst tvo vera látna og hefur eftir José Luis Martínez Almeida, borgarstjóra, að fyrstu upplýsingar vísi til þess að gassprenging hafi orðið.

Samkvæmt heimildum miðilsins stóð yfir vinna við gaskerfi byggingarinnar þegar sprengingin varð.

85 ára kona sem var á gangi hjá húsinu er meðal hinna látnu.

Slökkviliðið hefur staðfest það og segir sex særða. Þar af einn alvarlega.

Fjölmiðlar á Spáni segja skóla í næsta húsi við fjölbýlishúsið og að hann hafi skemmst töluvert. Þá sé dvalarheimili hinum megin við húsið sem sprakk en verið er að flytja íbúa þess á brott.

Mögulegt er að sprengingin hafi orðið vegna gasleka.Getty/Carlos Alvarez

Hér má sjá myndir og myndbönd af vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×