Knattspyrnusamband Evrópu stóð að kjörinu sem stóð yfir í fimm vikur. Sara er ein af sex leikmönnum Evrópumeistara Lyon í liðinu en hún átti stórkostlegt ár 2020 þegar hún varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Wolfsburg, Evrópumeistari með Lyon og íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara skoraði markið sem innsiglaði 3-1 sigur Lyon á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá tryggði Ísland sér sæti á EM fjórða skiptið í röð.
Auk Söru eru Sarah Bouhaddi, Kadeisha Buchanan, Wendie Renard, Amandine Henry og Delphine Cascarino fulltrúar Lyon í úrvalsliðinu.
The first ever UEFA Women's Fans' #TeamOfTheYear
— UEFA Women s Champions League (@UWCL) January 20, 2021
@BouhaddiSarah
@LucyBronze
@keishaballa
@WRenard
@MagdaEricsson
@kheirahamraoui
@amandinehenry6
@delphsix
@Sarabjork18
@DanielleDonk
@PernilleMHarder
CONGRATULATIONS!
Hin danska Pernille Harder, sem ásamt Söru var lykilmaður í liði Wolfsburg en er nú hjá Chelsea, er einnig í úrvalsliðinu. Magdalena Eriksson, sænski miðvörðurinn sem einnig leikur með Chelsea, er þriðji fulltrúi Norðurlanda í úrvalsliðinu.
Hin enska Lucy Bronze úr Manchester City, Frakkinn Kheira Hamraoui úr Barcelona og Hollendingurinn Daniëlle van de Donk úr Arsenal eru einnig í úrvalsliðinu.
Í úrvalsliði karla á Bayern München flesta fulltrúa. Fjórir þeirra eru enn leikmenn Bayern í dag eða þeir Manuel Neuer, Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Robert Lewandowski. Thiago, sem nú er hjá Liverpool, er einnig í liðinu sem og Virgil van Dijk liðsfélagi hans.
Sergio Ramos er við hlið Van Dijk í vörninni. Kevin De Bruyne og Lionel Messi eru með Thiago á miðjunni, en Cristiano Ronaldo og Neymar í sóknarlínunni ásamt Lewandowski.
UEFA Men's Team of the Year 2020
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 20, 2021
Almost 6 million votes! Thanks for taking part
Who would be your captain? #TeamOfTheYear