Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 14:01 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjametið þegar hún mætti Svíþjóð í gær, og átti stórleik. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska.
Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16