Enski boltinn

Skoraði yfir allan völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom King fagnar markinu ótrúlega.
Tom King fagnar markinu ótrúlega. Twitter/@NewportCounty

Markvörður Newport County komst í fréttirnar eftir magnað mark sitt á móti Cheltenham Town.

Síðustu ár hefur meira verið rætt um spyrnugetu markvarða en oft áður. Það er mikilvægt að markverðir liðanna sé ekki aðeins góðir að verja heldur þurfa þeir einnig að geta að sparkað í boltann í nútímafótbolta.

Tom King, markvörður Newport County, gaf bæði enskum og erlendum miðlum tækifæri til að fjalla um ensku D-deildina eftir markið sem hann skoraði á móti Cheltenham á Jonny-Rocks leikvanginum.

Markið skoraði Tom King yfir allan völlinn en það má sjá hér fyrir neðan.

Thomas Lloyd King, eins og hann heitir fullu nafni, er 25 ára gamall og hefur verið markvörður Newport County liðsins frá 2019.

Þetta var hans fyrsta mark á ferlinum og kom strax á tólftu mínútu leiksins en leikurinn endaði síðan með 1-1 jafntefli.

King nýtti sér mikinn meðvind og blautt grasið til að skora þetta magnaða mark. Eins og markið var flott þá var kappinn ekkert að fagna því alltof mikið.

Tom King er nýbúinn að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og þetta var bara hans þriðji leikur á leiktíðinni. Hann hefur seitt aðalmarkvörðinn Nick Townsend á bekkinn og sá hinn sami verður þar væntanlega áfram.

Newport County liðið er í baráttu um sæti í ensku C-deildinni en liðið er nú í öðru sæti aðeins einu stigi á eftir toppliði Cambridge United. Cambridge liðið hefur líka spilað tveimur leikjum meira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.