Of lítil þátttaka í leghálsskimunum stórt vandamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2021 08:15 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. visir / friðrik Helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum. Kvensjúkdómalæknir segir þátttöku kvenna í leghálsskimunum vera stórt vandamál. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira