Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 16:46 Frá sjúkrahúsi í Wuhan í janúar í fyrra. AP/Xiong Qi Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48