Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2021 14:23 Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. Unsplash/Cristian Newman Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent