Vill Navalní úr haldi tafarlaust Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2021 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samstöðu um að krefjast lausnar Navalnís. Vísir/Egill Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór. Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór.
Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21