Enski boltinn

„United vinnur ekki titilinn nema fyrir þriggja mánaða snilli Pogba“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville segir Liverpool og City enn sterkustu liðin á Englandi og líklegust til þess að vinna deildina.
Gary Neville segir Liverpool og City enn sterkustu liðin á Englandi og líklegust til þess að vinna deildina. Robbie Jay Barratt/Getty

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að hans fyrrum félag verði ekki meistari nema Paul Pogba verði í einu sína besta formi næstu mánuði.

Pogba er kominn aftur í byrjunarliðið hjá félaginu eftir erfiða tíma um nokkurt skeið en hann hefur spilað vel í síðustu leikjum. Hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Burnley í síðustu viku.

„Ég held að möguleikar United séu ekki miklir að vinna deildina. Liverpool og Man. City eru enn bestu lið deildarinnar,“ sagði hann í sínu eigin hlaðvarpi.

„En þessir litlu möguleikar munu velta á eins og hvort að Paul Pogba muni sýna snilli sína næstu tvö tvo til þrjá mánuði, sem hann klárlega getur.“

„Hann er kominn með sjálfstraust og er með hroka, góðan hroka, svo hann trúir á sig. Honum finnst að hann ætti að vera spila í stóru leikjunum, þeim stærstu í heimi og vinna titla.“

„Mér finnst það jákvætt þegar þér finnst þú vera bestur og það hjálpar þér í að vinna,“ sagði Neville.

Liverpool og Man. United gerðu markalaust jafntefli í toppslagnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×