Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2021 10:48 Ágúst Ólafur Ágústsson á Alþingi. Tekist er á um stöðu hans innan flokksins. visir/vilhelm Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels