Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2021 10:48 Ágúst Ólafur Ágústsson á Alþingi. Tekist er á um stöðu hans innan flokksins. visir/vilhelm Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06