Hefur skráð sig í Samfylkinguna til að styðja varaformanninn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 09:03 Sóley Tómasdóttir sat í borgarstjórn fyrir Vinstri græna á árunum 2006 til 2016. Aðsend Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48