Enski boltinn

Markavandræði Liverpool á einni mynd: Versti markaþurrkurinn í fimmtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á þeim Sadio Mane og Mohamed Salah.
Jürgen Klopp þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á þeim Sadio Mane og Mohamed Salah. Getty/Peter Powell

Það þarf að fara alla leið aftur til marsmánaðar árið 2005 til að finna verra gengi Liverpool liðsins fyrir framan mark mótherjanna.

Liverpool gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í gær og hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma leiks í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir áramót.

Nú eru liðnar 348 mínútur síðan að Sadio Mané skoraði á tólftu mínútu á móti WBA á Anfield.

Það eru næstum því liðin sextán ár síðan að Liverpool skoraði síðast ekki í þremur leikjum í röð.

Síðan að Liverpool skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum í stórsigri á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól hafa sóknarmenn Englandsmeistarann skotið hálfgerðum púðurskotum.

Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð en þar má sjá skot Liverpool liðsins og markalíkur þeirra skottilrauna í undanförnum fjórum leikjum liðsins.

Liverpool hefur aðeins skorað 1 mark úr 62 skotum í undanförnum fjórum leikjum sem þýðir að 1,6 prósent skota Liverpool manna hafa endaði með marki.

Síðasta tímabil þar sem Liverpool skoraði ekki í þremur leikjum í röð þá var 2004-05 tímabilið þar sem leikmenn liðsins mistókst að skora í leikjum á móti Birmingham City, Newcastle United og Blackburn Rovers.

Þá var það fyrirliðinn Steven Gerrard sem endaði biðin þegar hann kom liðinu í 1-0 á móti Everton. Liverpool hafði þá ekki skorað í 310 mínútur eða síðan að Milos Baros skoraði á móti Fulham einum mánuði og fimmtán dögum fyrr.

Liverpool endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en þetta tímabilið endaði þó frábæralega eða með endurkomusigri á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.