Erlent

Fjögur börn voru í bústaðnum

Sylvía Hall skrifar
Fimm er enn saknað.
Fimm er enn saknað. Datawrapper

Óttast er að fimm hafi látist þegar sumarbústaður brann til grunna í í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Sex dvöldu í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en einn komst út af sjálfsdáðum.

Á meðal þeirra fimm sem nú er saknað eru fjögur börn undir sextán ára aldri. Lögregla telur líklegt að þau hafi brunnið inni, en eldurinn var svo mikill að sá sem komst út gat ekki farið aftur inn í bústaðinn.

Lögreglu barst tilkynning um eldinn klukkan 04:30 að staðartíma en aðstæður á svæðinu voru erfiðar og þurfti lögregla og slökkvilið að vakta vettvang. Ekki var hægt að fara að brunasvæðinu fyrst um sinn þar sem rústirnar þurftu að kólna.

Sá sem komst út hljóp um það bil fjóra kílómetra til þess að gera nágrönnum viðvart, en lítið símasamband var á svæðinu. Hann var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og er ástand hans sagt stöðugt, en hann sé þó í miklu áfalli.

Leitað var úr lofti nærri bústaðnum en leit hefur engan árangur borið. Lögregla segir málið vera mikinn harmleik, samfélagið sé lítið og því hafi atburðurinn áhrif á alla sem þar búa. Stefnt er að því að rannsaka vettvang í dag en eldsupptök liggja ekki fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.