Erlent

Sprenging í fjölda smitaðra eftir tilslakanir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sjúkrabílar í Dyflinni, þar sem fjöldi smitaðra hefur tekið mikinn kipp.
Sjúkrabílar í Dyflinni, þar sem fjöldi smitaðra hefur tekið mikinn kipp. EPA/STR

Kórónuveirufaraldurinn er nú í hæstu hæðum á Írlandi. Sprenging varð í fjölda smitaðra eftir að slakað var á takmörkunum í desember.

Neyðarástandi var lýst yfir á Írlandi þann 19. október síðastliðinn og aðgerðir hertar mjög í sex vikur. Svo gott sem allar samkomur voru bannaðar.

Takmarkanirnar báru árangur. Dagana áður en þær tóku gildi greindust fleiri en þúsund með kórónuveiruna á hverjum degi en frá 23. október til jóladags greindust mest 918 á einum degi.

Slakað var á takmörkunum í áföngum frá fjórða desember til jóladags og á milli hátíða fór faraldurinn aftur á flug. 3.500 greindust í gær, 3.000 í fyrradag og rúm átta þúsund þann áttunda janúar.

Flest smit í heimi

Hvergi í heiminum greindust jafnmargir á hverja milljón íbúa en á Írlandi í síðustu viku. Um fjörutíu prósent þeirra sem hafa greinst undanfarna daga smituðust af breska afbrigði veirunnar.

Þá telja stjórnvöld einnig að aukinn samgangur fólks yfir hátíðirnar hafi ýtt undir sókn faraldursins. Aðgerðir hafa verið hertar á nýjan leik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.