Rashford segir Mourinho hafa kennt sér að fá víti Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 09:31 Marcus Rashford fellur við í teignum en í þetta sinn fékk hann þó ekki víti. Getty/Phil Noble Umræða um vítaspyrnur er óhjákvæmileg í aðdraganda stórleiks Liverpool og Manchester United á sunnudaginn – liðanna sem nú eru efst í ensku úrvalsdeildinni. Marcus Rashford segir Jose Mourinho hafa hjálpað sér að fá oftar víti. Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31
Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30
„United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31