Fótbolti

Dóttir Dennis Rodman valin númer tvö í nýliðavalinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trinity Rodman er mjög öflugur framherji sem hefur verið að gera góða hluti með tuttuga ára landsliði Bandaríkjamanna.
Trinity Rodman er mjög öflugur framherji sem hefur verið að gera góða hluti með tuttuga ára landsliði Bandaríkjamanna. Getty/Brad Smith

Dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman er mjög efnileg knattspyrnukona sem er núna kominn inn í bandarísku atvinnumannadeildina í fótbolta.

Trinity Rodman er enn bara átján ára gömul en Washington Spirit ákvað að velja bandarísku unglingalandsliðskonuna með öðrum valrétti í nýliðavalinu í nótt.

Áður hafði Racing Louisville valið varnarmanninn Emily Fox fyrsta en sú er fjórum árum eldri en Trinity og hefur spilað með University of North Carolina skólanum. Fox hefur líka fengið að spreyta sig með bandaríska landsliðinu.

Trinity Rodman var frábær með bandaríska tuttugu ára landsliðinu þegar liðið tryggði sér sigur í Gullbikarnum í mars í fyrra. Rodman var þá með átta mörk og sex stoðsendingar og var því orðin eftirsótt þrátt fyrir ungan aldur.

Rodman var á fyrsta ári í Washington State en fékk ekki að spila á hausttímabilinu vegna kórónuveirunnar. Hún ákvað að hætti í háskólanum og reyna þess í staðinn fyrir sér í atvinnumennskunni.

Trinity Rodman ætlar sér hins vegar að skapa sitt eigið nafn í boltanum.

„Pabbi var stórkostlegur íþróttamaður og ég fékk þessi gen frá honum. Ég er samt spennt fyrir því að vera þekkt sem Trinity Rodman en ekki sem bara dóttir Dennis Rodman,“ sagði Trinity Rodman eftir nýliðavalið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×