Enski boltinn

Gary N­evil­le biðst af­sökunar á lýsingunni í leik Man. Utd og Burnl­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville þurfti að biðjast afsökunar en ætlar að vera klár á sunnudaginn er Liverpool og Man. Utd mætast í stórleik.
Gary Neville þurfti að biðjast afsökunar en ætlar að vera klár á sunnudaginn er Liverpool og Man. Utd mætast í stórleik. Nick Potts/Getty

Gary Neville, sparkspekingur og lýsari hjá Sky Sports, baðst afsökunar í gær á lýsingu sinni í leik Manchester United gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Gary lék eins og flestir vita lengi með United en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann er einnig einn af eigendum Salford í ensku D-deildinni ásamt félögum sínum úr ’92 árganginum fræga hjá United.

Neville las illa í nokkrar aðstæður í leiknum í gær sem varð til þess að hann fór á Twitter eftir leikinn og baðst afsökunar sem og útskýrði mál sitt.

„Biðst afsökunar á lýsingunni í kvöld. Stockley Park var út um allt, pródusentinn í eyranu á mér var að segja að Salford hafi skorað á 92. mínútu og United var að fara á topp deildarinnar. Ég verð betri á sunnudaginn,“ sagði Neville.

Stockley Park er þar sem VAR-ið fer fram en mark var dæmt af Harry Maguire í gær og óralangan tíma tók að finna út hvort Robbie Brady eða Luke Shaw ættu að fá spjald í fyrri hálfleiknum.

Salford er í fimmta sæti ensku D-deildarinnar og eins og Neville segir sjálfur, fór United á toppinn í gær, í fyrsta skipti í átta ár er svo langt er liðið inn í mótið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.