Í átta liða úrslitunum mætir Inter grönnum sínum í AC Milan. Liðin eiga einnig í baráttu um ítalska meistaratitilinn en þau verma tvö efstu sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Inter komst yfir gegn Fiorentina í dag þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Sílemaðurinn Arturo Vidal skoraði þá úr vítaspyrnu sem landi hans, Alexis Sánchez, fiskaði.
Fílbeinsstrendingurinn Christian Kouamé skoraði fyrir Fiorentina á 57. mínútu og jafnaði í 1-1. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja.
Allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni en Lukaku var á öðru máli og skoraði sigurmark Inter á 119. mínútu með skalla eftir sendingu frá Nicolo Barella. Þetta var sautjánda mark Belgans fyrir Inter á tímabilinu.
| 119' - BIG ROOOOOM!!!
— Inter (@Inter_en) January 13, 2021
Back in front! #FiorentinaInter 1 -2 #FORZAINTER #CoppaItalia pic.twitter.com/G7MstIRR4Z
Milan komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar með sigri á Torino í vítakeppni í gær. Tveir leikir fara svo fram í sextán liða úrslitunum í kvöld. Juventus tekur á móti Genoa og bikarmeistarar Napoli fá Empoli í heimsókn.