Dramatískur sigur Inter í Flórens og Mílanó-slagur framundan í átta liða úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2021 16:50 Romelu Lukaku skoraði sigurmark Inter gegn Fiorentina á 119. mínútu. getty/Gabriele Maltinti Inter er komið í átta liða úrslit ítölsku bikarkeppninnar eftir sigur á Fiorentina, 1-2, í dag. Romelu Lukaku skoraði sigurmark Inter þegar mínúta var eftir af framlengingu. Í átta liða úrslitunum mætir Inter grönnum sínum í AC Milan. Liðin eiga einnig í baráttu um ítalska meistaratitilinn en þau verma tvö efstu sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter komst yfir gegn Fiorentina í dag þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Sílemaðurinn Arturo Vidal skoraði þá úr vítaspyrnu sem landi hans, Alexis Sánchez, fiskaði. Fílbeinsstrendingurinn Christian Kouamé skoraði fyrir Fiorentina á 57. mínútu og jafnaði í 1-1. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni en Lukaku var á öðru máli og skoraði sigurmark Inter á 119. mínútu með skalla eftir sendingu frá Nicolo Barella. Þetta var sautjánda mark Belgans fyrir Inter á tímabilinu. | 119' - BIG ROOOOOM!!!Back in front! #FiorentinaInter 1 -2 #FORZAINTER #CoppaItalia pic.twitter.com/G7MstIRR4Z— Inter (@Inter_en) January 13, 2021 Milan komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar með sigri á Torino í vítakeppni í gær. Tveir leikir fara svo fram í sextán liða úrslitunum í kvöld. Juventus tekur á móti Genoa og bikarmeistarar Napoli fá Empoli í heimsókn. Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Sjá meira
Í átta liða úrslitunum mætir Inter grönnum sínum í AC Milan. Liðin eiga einnig í baráttu um ítalska meistaratitilinn en þau verma tvö efstu sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter komst yfir gegn Fiorentina í dag þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Sílemaðurinn Arturo Vidal skoraði þá úr vítaspyrnu sem landi hans, Alexis Sánchez, fiskaði. Fílbeinsstrendingurinn Christian Kouamé skoraði fyrir Fiorentina á 57. mínútu og jafnaði í 1-1. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni en Lukaku var á öðru máli og skoraði sigurmark Inter á 119. mínútu með skalla eftir sendingu frá Nicolo Barella. Þetta var sautjánda mark Belgans fyrir Inter á tímabilinu. | 119' - BIG ROOOOOM!!!Back in front! #FiorentinaInter 1 -2 #FORZAINTER #CoppaItalia pic.twitter.com/G7MstIRR4Z— Inter (@Inter_en) January 13, 2021 Milan komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar með sigri á Torino í vítakeppni í gær. Tveir leikir fara svo fram í sextán liða úrslitunum í kvöld. Juventus tekur á móti Genoa og bikarmeistarar Napoli fá Empoli í heimsókn.
Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Sjá meira