Fáir þekkja einn af þeim sex sem hefur „lifað“ allan Klopp-tímann hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 13:30 Taiwo Awoniyi á fullri ferð með boltann í leik með Union Berlin á móti Wolfsburg á dögunum. Getty/Mathias Renner Jürgen Klopp hefur byggt upp nýtt lið á Anfield og fjöldi leikmanna hafa bæði komið og farið síðan hann tók við. Það eru því ekki margir sem hafa verið hjá félaginu alla hans knattspyrnustjóratíð. Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira