Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum.
Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu.
According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.
— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021
McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu.
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum.
Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann.
Gengið verður til atkvæða á morgun.