Enginn á að verða útundan í bólusetningu Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 19:22 Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30
Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29
Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38