Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 11:30 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. EPA/PATRICK B. KRAEMER Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. „Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
„Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31
Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00