Erlent

Spila­víta­eig­andinn Sheldon Adel­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sheldon Adelson var í 28. sæti á lista Forbes yfir auðugustu menn heims í september 2020.
Sheldon Adelson var í 28. sæti á lista Forbes yfir auðugustu menn heims í september 2020. Getty

Bandaríski auðjöfurinn Sheldon G. Adelson, sem rak spilavíti og var lengi einn mest áberandi maðurinn í viðskiptalífinu í Las Vegas, er látinn. Hann varð 87 ára.

Eiginkona Adelson, Miriam Adelson, greinir frá andlátinu í yfirlýsingu. „Vertu sæll, elskan mín, eina og sanna ástin mín. Eftir að hafa þegið og gefið svo mikið af þér áttu skilið að fá þessa hvíld,“ segir hún.

Adelson rak spilavítið Las Vegas Sands og var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og gaf í gegnum árin formúur í kosningasjóði bæði Trumps og annarra frambjóðenda Repúblikana.

Adelson skipaði 28. sætið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims í september 2020.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.