Enski boltinn

Leikmaður Cardiff með krabbamein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sol Bamba er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cardiff City.
Sol Bamba er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cardiff City. getty/Stu Forster

Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess.

Bamba, sem verður 36 ára á morgun, gekk í raðir Cardiff frá Leeds United 2016. Hann hefur leikið 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar.

„Sol hefur hafið baráttuna með jákvæðnina að vopni eins og venjulega og verður áfram áfram hluti af Cardiff-fjölskyldunni,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Bamba lék með Aroni Einari Gunnarssyni hjá Cardiff og þeir hjálpuðu liðinu meðal annars að komast upp í ensku úrvalsdeildina vorið 2018.

Bamba hefur alls leikið 117 leiki fyrir Cardiff og skorað tíu mörk. Hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum í vetur.

Cardiff er í 15. sæti ensku B-deildarinnar. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.