Erlent

WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Swaminathan lagði áherslu á að fólk myndi áfram virða fjarlægðarmörk og nota grímur.
Swaminathan lagði áherslu á að fólk myndi áfram virða fjarlægðarmörk og nota grímur. Getty/Noam Galai

Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi.

Á fundi í Genf í gær sagði Swaminathan að þótt hjarðónæmi náist í örfáum löndum þá muni það ekki vernda fólk um allan heim gegn kórónuveirunni.

Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld um allan heim beiti því áfram sóttvarnaaðgerðum til þess að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis að fólk virði áfram fjarlægðarmörk, þvo hendur og noti andlitsgrímur.

Þá hrósaði hún vísindamönnum í hástert fyrir þann ótrúlega árangur að ná að þróa bóluefni gegn Covid-19 á eins stuttum tíma og raun ber vitni.

„Það tekur tíma að auka við framleiðsluna á skömmtum á bóluefni. Við erum ekki að tala um milljónir skammta heldur milljarða,“ sagði Swaminathan og hvatti almenning til þess að sýna dálitla þolinmæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×