Sporin hræða: Sérfræðingar segja afstöðu Frakka til bólusetninga byggja á slæmri reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 16:04 Á laugardag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir. epa/Christophe Petit Tesson Kannanir sýna að allt að 60% Frakka hyggjast afþakka bólusetningu gegn Covid-19 en sérfræðingar segja mögulegt að niðurstöðurnar séu villandi. Þeir segja afstöðuna ekki snúast um bóluefnin sjálf, heldur traust til stjórnmálamanna, lækna og fjölmiðla. Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira