Innlent

Þakkar árangurinn yfir jólin persónulegum smitvörnum einstaklinga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sóttvarnalæknir segir ágætt að vera reiðubúinn með plan B á landamærunum.
Sóttvarnalæknir segir ágætt að vera reiðubúinn með plan B á landamærunum. Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til frekari takmarkana á landamærunum, þrátt fyrir alvarlega stöðu í Bretlandi og Austur-Evrópu, þaðan sem margir ferðast til Íslands.

Ef þær aðgerðir sem nú eru í gildi duga hins vegar ekki til segir hann koma til greina að feta í fótspor Breta og Dana og krefja fólk um neikvætt vottorð skömmu fyrir brottför.

Fréttastofa spurði Þórólf einnig út í árangur aðgerða yfir hátíðirnar, sem segja má að hafi farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir mannamergð í verslunum fyrir jól. Sagði hann ekki síst að þakka persónulegum smitvörnum fólks.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.