Innlent

Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landlæknir kom stuttlega inn á rannsóknina vegna andláta í kjölfar Covid-19 bólusetninga á upplýsingafundinum í dag.
Landlæknir kom stuttlega inn á rannsóknina vegna andláta í kjölfar Covid-19 bólusetninga á upplýsingafundinum í dag.

Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu.

Alma sagði að í fyrsta lagi væri um að ræða rannsókn á vegum embættis landlæknis þar sem til skoðunar væru meðal annars sjúkrasaga og veikindi þeirra sem létust. Umsjón með rannsókninni hefðu tveir sérfræðingar í öldrunarlækningum, sem hefðu samráð við lækna viðkomandi.

Í öðru lagi hefði verið farið yfir tölfræði dauðsfalla hérlendis og athugað hvort dauðsföll umræddar vikur hefðu verið fleiri en venjulega. Ekkert benti hins vegar til þess að svo hefði verið.

Þá hefði sóttvarnalæknir sent fyrirspurn til Lyfjastofnunar Evrópu og Norðurlandanna um sambærileg tilvik og fengið þau svör að einhver hefðu komið upp en öll talin tengjast undirliggjandi sjúkdómum.

Tilkynnt hefur verið um fimm dauðsföll í kjölfar bólusetninganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×