„Leiðbeiningar sem komu um ræktina að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr í vetur. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þær breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðvikudag og snúa að líkamsræktarstöðvum séu byggðar á tillögum sem stöðvarnar lögðu fram sjálfar. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira