Innlent

Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sótt­varnar­húsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna að svo stöddu.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna að svo stöddu. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði sömuleiðis fram úrræðið sem varð fyrir valinu í tillögum sínum til ráðherra en kallaði það neyðarúrræði. Fleiri tilfelli Covid-19 hafa greinst á landamærum frá áramótum en innanlands og er það til marks um mikla dreifingu farsóttarinnar í Evrópu og Bandaríkjunum.   

Einnig hyggst ráðherra staðfesta að börnum sem koma til landsins verði gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Telur sóttvarnalæknir þá breytingu nauðsynlega til reyna að koma í veg fyrir að smit berist inn í leik- og grunnskóla landsins.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mikil fjölgun hafi verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg samhliða fjölgun tilfella á landamærum. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, sagði ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri slík hús ef þróunin myndi halda svo áfram. Sem stendur eru fimm sóttvarnarhús starfrækt á landinu. 


Tengdar fréttir

„Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi“

Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar þann 13. janúar. Samkvæmt reglunum verður krám og skemmtistöðum áfram gert að hafa lokað. Heilbrigðisráðherra segist skilja gremju fólks yfir misræmi í sóttvarnaraðgerðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×