Enski boltinn

Miðjumaður Leeds orðlaus eftir tapið neyðarlega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ezgjan Alioski í baráttunni í dag.
Ezgjan Alioski í baráttunni í dag. Mike Hewitt/Getty Images

„Ég er orðlaus. Við erum mjög ósáttir og þetta var ekki úrslitin sem við vorum að leitast eftir,“ voru fyrstu viðbrögð Ezgjan Alioski, miðjumanns Leeds, eftir 3-0 tapið gegn Crawley Town í dag.

Leeds, er eins og flestir vita í deild þeirra bestu, en Crawley er í fjórðu efstu deild, D-deildinni á Englandi. Það skipti þó ekki sköpum í dag.

„Ég er mjög vonsvikinn. Við tókum þessu mjög alvarlega og vildum vinna og komast á skrið svo þetta eru mikil vonbrigði.“

„Þeir spiluðu leik lífs síns og hamingjuóskir til þeirra. Að vinna okkur 3-0, ég get ekki trúað þessu,“ en Alioski segir að stjórinn hafi rætt við leikmennina í leikslok og sagt sína skoðun á tapinu.

„Stjórinn sagði það sem hann vildi segja. Það er mikilvægt að leikmennirnir skilji hversu mikið þetta þýðir. Hann er leiður og það eru leikmennirnir líka,“ sagði Alioski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×