Erlent

Kim Jong Un segir Banda­ríkin stærsta óvin ríkisins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag.

Í gær var greint frá því að Kim teldi nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og hefur hann heitið því að gera það. Í dag sagði hann hins vegar að til þess að hægt væri að bæta samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna þyrftu Bandaríkin að breyta stefnu sinni gagnvart ríkinu.

Í frétt Reuters segir að sú stefna sé ólíkleg til að breytast, sama hver fari með embætti forseta.

„Það skiptir ekki máli hver hefur völdin í Bandaríkjunum, eðli Bandaríkjanna og grunnstefna þeirra gagnvart Norður-Kóreu breytist aldrei,“ sagði Kim á flokksþingi Verkamannaflokksins í Norður-Kóreu, sem staðið hefur yfir undanfarna fimm daga.

Hann hét því að styrkja tengsl við „and-heimsvaldasinna og sjálfstæð öfl.“

Kim bætti því við að ríkið muni ekki „misnota“ kjarnavopn sín en ríkið hefur hafið aukna framleiðslu og þróun á kjarnavopnum. Fjöldi nýrra vopna er nú í þróun, þar á meðal ýmiskonar flaugar og kjarnorkudrifnir kafbátar.


Tengdar fréttir

Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag.

Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×