Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Rotherham í dag. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira