Enski boltinn

Bruno leiður og von­svikinn eftir tapið í undan­úr­slitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fernandes gefur skipanir í leiknum á miðvikudagskvöldið.
Fernandes gefur skipanir í leiknum á miðvikudagskvöldið. Shaun Botterill/Getty Images

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, hefur hvatt samherja sína til þess að læra af tapinu gegn Man. City í undanúrslitum enska deildarbikarsins fyrr í vikunni.

Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar töpuðu fjórða undanúrslitaleiknum í röð á Old Trafford á miðvikudagskvöldið en United fær tækifæri til þess að komast aftur á sigurbraut er þeir mæta Watford um helgina.

„Ég er leiður og vonsvikinn til að ná ekki í úrslitaleikinn enn einu sinni,“ skrifaði Bruno á Instagram síðu sína eftir tapið á miðvikudagskvöldið.

„Við erum að berjast um fullt af hlutum en við þurfum að læra af þessu og skilja að við getum ekki gert sömu mistökin aftur.“

„Við þurfum að leggja meira á okkur og vera klárir í að berjast um bikara!“ skrifaði Portúgalinn.

Bruno var sjálfur gagnrýndur eftir leikinn. Roy Keane, fyrrum leikmaður Man. Utd og sparkspekingur Sky Sports, sagði að það ætti ekki að tala um hann í sömu setningu og Eric Cantona.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×