Hann vísar ábyrgðinni á hendur Donald Trump, sem hann segir hafa logið ítrekað um niðurstöður lögmætra kosninga. Þetta eigi hins vegar ekki að koma á óvart.
„Í tvo mánuði hefur stjórnmálaflokkur og fjölmiðlavistkerfið umhverfis hann verið óviljug til að segja fylgjendum sínum sannleikann; að sigurinn var ekki sérlega naumur og að kjörinn forseti verður settur í embætti 20. janúar. Skáldskapur þeirra hefur sífellt fjarlægst raunveruleikann og byggir á gremju sem hefur verið sáð í mörg ár. Nú sjáum við afleiðingarnar ná ofbeldisfullum hápunkti.“
Obama segir leiðtoga repúblikana standa frammi fyrir vali; að halda áfram að hella olíu á eldinn eða taka fyrstu skrefinn til að slökkva hann. Velja Bandaríkin.
Forsetinn fyrrverandi lofar þá samflokksmenn forsetans sem hafa tjáð sig í dag og talað fyrir friðsamlegum valdaskipum.
Here’s my statement on today’s violence at the Capitol. pic.twitter.com/jLCKo2D1Ya
— Barack Obama (@BarackObama) January 7, 2021