Erlent

Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Barack Obama vandar Trump ekki kveðjurnar.
Barack Obama vandar Trump ekki kveðjurnar. epa/Dennis Brack

Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter.

Hann vísar ábyrgðinni á hendur Donald Trump, sem hann segir hafa logið ítrekað um niðurstöður lögmætra kosninga. Þetta eigi hins vegar ekki að koma á óvart.

„Í tvo mánuði hefur stjórnmálaflokkur og fjölmiðlavistkerfið umhverfis hann verið óviljug til að segja fylgjendum sínum sannleikann; að sigurinn var ekki sérlega naumur og að kjörinn forseti verður settur í embætti 20. janúar. Skáldskapur þeirra hefur sífellt fjarlægst raunveruleikann og byggir á gremju sem hefur verið sáð í mörg ár. Nú sjáum við afleiðingarnar ná ofbeldisfullum hápunkti.“

Obama segir leiðtoga repúblikana standa frammi fyrir vali; að halda áfram að hella olíu á eldinn eða taka fyrstu skrefinn til að slökkva hann. Velja Bandaríkin.

Forsetinn fyrrverandi lofar þá samflokksmenn forsetans sem hafa tjáð sig í dag og talað fyrir friðsamlegum valdaskipum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×