Enski boltinn

Stelur Liverpool Alaba af Real Madrid?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alaba er á sinni síðustu leiktíð í Þýskalandi, í bili að minnsta kosti.
Alaba er á sinni síðustu leiktíð í Þýskalandi, í bili að minnsta kosti. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN

Liverpool hefur bæst í baráttuna um varnarmanninn David Alaba en samningur Alaba við Bayern Muncen rennur út í sumar.

Real Madrid hefur verið mikið orðað við Alaba en hann er sagður dreyma um að spila með spænska risanum.

The Guardian greinir hins vegar frá því að Liverpool hafi bæst í baráttuna og að Jurgen Klopp vilji fá hinn 28 ára gamla Alaba til félagsins.

Hann hefur spilað með Bayern síðan árið 2008 en hann getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Hann hefur unnið Bundesliguna níu sinnum og Meistaradeildina í tvígang en hann er ekki líklegur til að yfirgefa félagið nú í janúar - heldur fyrst er samningur hans rennur út.

Klopp og Liverpool eru talin leita að miðverði en í síðasta leik liðsins, tapinu gegn Southampton á mánudagskvöldið, spiluðu þeir Jordan Henderson og Fabinho sem miðverðir.

Joe Gomez, Virgil van Dijk og Joel Matip eru allir á meiðslalistanum en Liverpool spilar við Aston Villa í enska bikarnum á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×