Fótbolti

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Arnars Þórs kominn með leikstað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skipa þjálfarateymi A-landsliðs Íslands og byrja á móti Þýskalandi í Duisburg.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skipa þjálfarateymi A-landsliðs Íslands og byrja á móti Þýskalandi í Duisburg. vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson mun stjórna íslenska liðinu í fyrsta sinn í sannkölluðum tímamótalandsleik.

Þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 fari fram í Duisburg.

Þetta verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Leikurinn fer fram á Schauinsland-Reisen-Arena í Duisburg 25. mars. Þess má geta að völlurinn var notaður í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í ágúst síðastliðnum.

Leikurinn verður einnig leikur númer fimm hundruð hjá A landsliði karla, en fyrsti leikur A landsliðs karla var gegn Danmörku þann 17. júlí 1946.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×