Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 03:04 Kosið í Dunbar-hverfismiðstöðinni í Atlanta. epa/Tannen Maury Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins. Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira