Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 22:38 Jacob Blake sést hér á sjúkrahúsinu eftir að hafa verið skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey. Twitter Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald. Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16