Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 17:54 Þórólfur segir landamæraskimun áhrifaríka leið til að koma í veg fyrir að veiran dreifist í samfélagið. Mögulega verði hægt að slaka á takmörkunum í næstu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í viðtalinu sagði Þórólfur mikilvægt að skoða þau dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir sem greint hefur verið frá í tengslum við bólusetningu með bóluefni Pfizer við Covid-19 hér á landi. Í gær var greint frá því að þrír einstaklingar hefðu látist eftir að hafa fengið bóluefnið, en um var að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Ef maður skoðar bara dánartöluna á hjúkrunarheimilum, þá eru kannski tíu, tuttugu einstaklingar sem látast á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Þannig að maður þarf aðeins að hafa það í huga, en á hinn bóginn þurfum við náttúrulega að skoða þetta vel,“ segir Þórólfur og bætir við að hann, landlæknir og Lyfjastofnun hafi fengið utanaðkomandi einstaklinga til að kanna veikindi einstaklinganna og hvort einhver tengsl kunni að vera á milli bólusetninganna og andlátanna. Þá hafi hann sent fyrirspurnir til kollega sinna erlendis um hvort sambærileg mál hafi komið inn á þeirra borð. Svör við þeim fyrirspurnum hafi þó ekki borist um sinn. „Við erum bara að reyna að gera allt til þess að reyna að upplýsa þetta eins vel og hægt er.“ Bjuggust ekki við neinu en fá fimm þúsund skammta Í dag var greint frá því að íslensk stjórnvöld gerðu ráð fyrir því að fá samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna við Covid-19 senda afhenta í janúar og febrúar. Eftir það verði afhending hraðari. Aðspurður hvort það sé meira eða minna en áður hafði verið búist við segir Þórólfur einfaldlega að ekki hafi verið búist við neinu. „Við vorum ekki komin með neitt afhendingarplan frá þeim [Moderna]. Þetta er fyrsta afhendingarplanið sem við fáum frá þeim og að vísu er ekki búið að gefa [bóluefninu] markaðsleyfi í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann vonast til að það breytist á morgun. Þórólfur bendir þó á að afhendingaráætlanir lyfjafyrirtækja sem keppast nú við að framleiða og dreifa bóluefni við Covid-19 geti breyst hratt. Fyrirtækin reyni eftir fremsta megni að framleiða eins mikið af bóluefninu og unnt er. „Vonandi breytist þetta í þá áttina að við fáum bara meira,“ segir Þórólfur. Segir landamærafyrirkomulagið áhrifamikið Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sjö greindust smitaðir á landamærunum, en samkvæmt covid.is var um fjögur virk smit að ræða en í þremur tilfellum hafa niðurstöðu mótefnamælinga ekki verið birtar. „Við höfum verið með ansi hörð tök á landamærunum, sérstaklega eftir að við tókum upp þessa tvöföldu skimun. Við höfum ekki verið að fá smit inn í landið eftir að við tókum upp þessa tvöföldu skimun,“ segir Þórólfur. Því telji yfirvöld að fyrirkomulagið á landamærunum sé áhrifamikil leið til þess að varna því að veirustofnar utan úr heimi komist inn fyrir landamærin. Þórólfur segir þó alltaf vera spurningu með valkostina sem fólki eru gefnir við komuna til landsins. Miðað við núverandi fyrirkomulag býðst fólki að fara í tvöfalda skimun með vikulangri sóttkví á milli, eða tveggja vikna sóttkví án skimunar. „Það eru mjög fáir sem velja það, það eru alltaf einhverjir en við reynum eins og við getum að hvetja fólk til þess að fara í skimun,“ segir Þórólfur og bætir við að eftirfylgni með fólki sem hingað kemur hafi verið efld, bæði hvað varðar upplýsingagjöf til þeirra sem fara í sóttkví eða einangrun, sem og eftirlit með fólki í formi símhringinga. „Við erum að gera þetta eins vel og hægt er og það hefur svo sem enginn gert þetta eins og við. Það eru margir erlendis að vísa í okkar reynslu af landamærunum, hvað okkur hefur tekist vel að hindra og koma í veg fyrir útbreiðslu margra stofna innanlands.“ Mögulegt að slaka innanlands ef vel gengur á landamærunum Þórólfur segir þá ljóst að hertar aðgerðir hafi orðið til þess að draga úr áhrifum faraldursins, í hvert skipti sem til slíkra aðgerða hefur komið. „Síðan höfum við slakað hægt og bítandi á, fyrst á þeim stöðum þar sem við teljum áhættuna vera minnsta og fikrað okkur svo niður. Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að nálgun Íslendinga á hertar samkomutakmarkanir og aðrar ráðstafanir innanlands sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar séu sama eðlis og í öðrum löndum. Þann 12. janúar næstkomandi fellur núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir úr gildi. Þórólfur segir mögulegt að slaka á aðgerðum innanlands, svo lengi sem vel er haldið á spilunum á landamærunum. „Við erum náttúrulega búin að vera í nokkuð góðri stöðu núna. Við vorum hrædd um að þetta gæti farið úr böndunum um jól og áramótin en jólin hafa gengið vel og aðventan. Við þurfum aðeins að sjá fram í vikuna til þess að geta fullyrt um áramótin. Ef þetta gengur allt saman vel held ég að sé alveg hægt að skoða það með mjög opnum huga að slaka á hérna innanlands,“ segir Þórólfur. Hann bætir því við að hann telji óvarlegt að slaka á aðgerðum á landamærunum, en núgildandi reglugerð um aðgerðir þar fellur úr gildi 1. febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í viðtalinu sagði Þórólfur mikilvægt að skoða þau dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir sem greint hefur verið frá í tengslum við bólusetningu með bóluefni Pfizer við Covid-19 hér á landi. Í gær var greint frá því að þrír einstaklingar hefðu látist eftir að hafa fengið bóluefnið, en um var að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Ef maður skoðar bara dánartöluna á hjúkrunarheimilum, þá eru kannski tíu, tuttugu einstaklingar sem látast á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Þannig að maður þarf aðeins að hafa það í huga, en á hinn bóginn þurfum við náttúrulega að skoða þetta vel,“ segir Þórólfur og bætir við að hann, landlæknir og Lyfjastofnun hafi fengið utanaðkomandi einstaklinga til að kanna veikindi einstaklinganna og hvort einhver tengsl kunni að vera á milli bólusetninganna og andlátanna. Þá hafi hann sent fyrirspurnir til kollega sinna erlendis um hvort sambærileg mál hafi komið inn á þeirra borð. Svör við þeim fyrirspurnum hafi þó ekki borist um sinn. „Við erum bara að reyna að gera allt til þess að reyna að upplýsa þetta eins vel og hægt er.“ Bjuggust ekki við neinu en fá fimm þúsund skammta Í dag var greint frá því að íslensk stjórnvöld gerðu ráð fyrir því að fá samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna við Covid-19 senda afhenta í janúar og febrúar. Eftir það verði afhending hraðari. Aðspurður hvort það sé meira eða minna en áður hafði verið búist við segir Þórólfur einfaldlega að ekki hafi verið búist við neinu. „Við vorum ekki komin með neitt afhendingarplan frá þeim [Moderna]. Þetta er fyrsta afhendingarplanið sem við fáum frá þeim og að vísu er ekki búið að gefa [bóluefninu] markaðsleyfi í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann vonast til að það breytist á morgun. Þórólfur bendir þó á að afhendingaráætlanir lyfjafyrirtækja sem keppast nú við að framleiða og dreifa bóluefni við Covid-19 geti breyst hratt. Fyrirtækin reyni eftir fremsta megni að framleiða eins mikið af bóluefninu og unnt er. „Vonandi breytist þetta í þá áttina að við fáum bara meira,“ segir Þórólfur. Segir landamærafyrirkomulagið áhrifamikið Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sjö greindust smitaðir á landamærunum, en samkvæmt covid.is var um fjögur virk smit að ræða en í þremur tilfellum hafa niðurstöðu mótefnamælinga ekki verið birtar. „Við höfum verið með ansi hörð tök á landamærunum, sérstaklega eftir að við tókum upp þessa tvöföldu skimun. Við höfum ekki verið að fá smit inn í landið eftir að við tókum upp þessa tvöföldu skimun,“ segir Þórólfur. Því telji yfirvöld að fyrirkomulagið á landamærunum sé áhrifamikil leið til þess að varna því að veirustofnar utan úr heimi komist inn fyrir landamærin. Þórólfur segir þó alltaf vera spurningu með valkostina sem fólki eru gefnir við komuna til landsins. Miðað við núverandi fyrirkomulag býðst fólki að fara í tvöfalda skimun með vikulangri sóttkví á milli, eða tveggja vikna sóttkví án skimunar. „Það eru mjög fáir sem velja það, það eru alltaf einhverjir en við reynum eins og við getum að hvetja fólk til þess að fara í skimun,“ segir Þórólfur og bætir við að eftirfylgni með fólki sem hingað kemur hafi verið efld, bæði hvað varðar upplýsingagjöf til þeirra sem fara í sóttkví eða einangrun, sem og eftirlit með fólki í formi símhringinga. „Við erum að gera þetta eins vel og hægt er og það hefur svo sem enginn gert þetta eins og við. Það eru margir erlendis að vísa í okkar reynslu af landamærunum, hvað okkur hefur tekist vel að hindra og koma í veg fyrir útbreiðslu margra stofna innanlands.“ Mögulegt að slaka innanlands ef vel gengur á landamærunum Þórólfur segir þá ljóst að hertar aðgerðir hafi orðið til þess að draga úr áhrifum faraldursins, í hvert skipti sem til slíkra aðgerða hefur komið. „Síðan höfum við slakað hægt og bítandi á, fyrst á þeim stöðum þar sem við teljum áhættuna vera minnsta og fikrað okkur svo niður. Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að nálgun Íslendinga á hertar samkomutakmarkanir og aðrar ráðstafanir innanlands sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar séu sama eðlis og í öðrum löndum. Þann 12. janúar næstkomandi fellur núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir úr gildi. Þórólfur segir mögulegt að slaka á aðgerðum innanlands, svo lengi sem vel er haldið á spilunum á landamærunum. „Við erum náttúrulega búin að vera í nokkuð góðri stöðu núna. Við vorum hrædd um að þetta gæti farið úr böndunum um jól og áramótin en jólin hafa gengið vel og aðventan. Við þurfum aðeins að sjá fram í vikuna til þess að geta fullyrt um áramótin. Ef þetta gengur allt saman vel held ég að sé alveg hægt að skoða það með mjög opnum huga að slaka á hérna innanlands,“ segir Þórólfur. Hann bætir því við að hann telji óvarlegt að slaka á aðgerðum á landamærunum, en núgildandi reglugerð um aðgerðir þar fellur úr gildi 1. febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27